Ray Manzarek, The Doors & Jim

Leikfangavélin - Ein Podcast von Atli Hergeirsson

Kategorien:

Ray Manzarek var arkitektinn að hljómi The Doors. Framúrstefnuleg og dáleiðandi spilamennska hans á hljómborðið þar sem hann blandaði saman rokki, djass, blús, klassík og fjölda annarra stíla var einstök. Þannig varð til einhver ævintýralegur hljómur sem ekki hafði heyrst áður, eitthvað alveg nýtt og töfrandi. Ray kynntist Jim Morrison í kvikmyndanámi í UCLA skólanum og í sameiningu stofnuðu þeir The Doors og í sameiningu lögðu þeir heiminn að fótum sér ásamt þeim John Densemore og Robby Krieger. En með Jim Morrison um borð var þetta ekki allt dans á rósum, síður en svo. Saga The Doors í Leikfangavélinni í síðasta þætti ársins, en með áherslu á hinn einstaka Ray Manzerek. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.