Jónsmessa #9 - Bassinn
Leikfangavélin - Ein Podcast von Atli Hergeirsson
Í Jónsmessu hinni níundu nördum við svolítið. Svolítið mikið, og kominn tími til. Við fórum nefnilega núna í einkasafnið og fundum til vel valin dæmi af framúrskarandi bassaleik, bassahljóðum, bassadrunum, bassaleikurum og svo framvegis. Jón Agnar kom skemmtilega á óvart þegar hann tilkynnti þema þáttarins sem er að þessu sinni einfaldlega bassi. Ó það sem bassinn getur gert fyrir eitt stykki lag. Við heyrum fullt af tóndæmum í þættinum og heyrum einnig sögur á bakvið nokkur vel valin lög. Góða skemmtun gott fólk, takk fyrir að hlusta og ekki gleyma stjörnugjöfinni þar sem þú hlustar á Leikfangavélina. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.