Jónsmessa #3 - Frank Sinatra
Leikfangavélin - Ein Podcast von Atli Hergeirsson
Frank Sinatra - Röddin, Bláskjár gamli. Stjórnarformaðurinn. Í ár eru 25 ár síðan hann lést og sífellt minna heyrist frá þessum líkast til mesta skemmtikrafti 20. aldarinnar, þegar mið er tekið af langvinnum tónlistarferli hans og vel heppnuðum frama í kvikmyndum meðfram tónlistinni, en m.a hlaut hann tvenn óskarsverðlaun! Það má segja að herra Sinatra hafi stýrt þessu öllu með sínum hætti um tíma, og jafnvel með hjálp manna sem ekki kölluðu allt ömmu sína (eða svo segir sagan hið minnsta). En hver var Frank Sinatra? Hvaðan koma hann og hver er hans saga? Á tónlistin hans afturkvæmt einn daginn? Kemst hann aftur í móð einhvern tímann? Jón Agnar er einn af fremstu aðdáendum Frank Sinatra hér á landi og saman veltum við þessu öllu fyrir okkur og fleiru til í þessari þriðju Jónsmessu í Leikfangavélinni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.