Jónsmessa #10 - Kvenraddir
Leikfangavélin - Ein Podcast von Atli Hergeirsson
Söngkonur eða kvenraddir er það sem Jón Agnar mætti með í Jónsmessu númer 10. Þær eru margar söngkonurnar sem við tökum fyrir í þættinum og allar eiga þær það sameiginlegt að hafa frábæra söngrödd og allar hafa þær hrifið okkur á einhverjum tímapunkti í lífinu. Við erum ekki að tala hér um eiginlega upptalningu á bestu söngkonum veraldar, heldur meira svona það sem þáttastjórnendur "fíla". Í þættinum förum við Jón því um víðan völlinn og erum eiginlega út og suður allan tímann. Það voru reyndar ansi margar söngkonur eftir á listanum hjá okkur þegar tíminn rann út, en skilaboðunum var sennilegast komið alla leið til skila. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.