Friðþjófur Ísfeld Sigurðsson

Leikfangavélin - Ein Podcast von Atli Hergeirsson

Kategorien:

Gestur minn þetta sinnið hefur starfað með og svo í Sniglabandinu með einhverjum hléum þó í rúm 30 ár en hann var rekinn úr hljómsveitinni um árið. Diddi fer hér yfir stórkostlega sögu bandsins og hvernig það kom til að hann, þá starfandi sem hljóðmaður þeirra tók við bassanum og hvernig fyrsta giggið hans gekk. Við ræddum för Sniglabandsins til Sovétríkjanna árið 1989 sem stóð yfir í mánuð, innhélt 18 tónleika með mafíuna á hælunum og markaði næstum því endalok bandsins. Þarna rökuðu þeir inn rúbblunum og bjuggu til milljónamæring úr nýjum vini sínum frá Litháen. Hver man svo ekki eftir Sniglabandinu spilandi óskalög í beinni á Rás 2 að ógleymdu hljóðfæri dagsins. Í þessum vinsælu þáttum sem tóku mikið á bandið urðu lög til eins og „Britney“, „Selfoss er“ og „Heim“ sem samið var í minningu Heiðars Jóhannssonar, vinar þeirra sem lést langt fyrir aldur fram af slysförum í júlí 2006. Við ræddum gömlu leikaradrauma hans sem og tímann sem útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá Skífunni. Þá koma allar „læf“ plötunar við sögu ásamt Rjúpunni, PLAST, Olsen genginu og BéPé svo eitthvað sé nefnt.


See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.