Samvinna og samfélag - Samkaup

Starfsfólkið er kjarni fyrirtækis og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að umhverfismálum og sjálfbærni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir hjá Samkaupum segir okkur frá áherslum Samkaupa þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og hvað allir stjórnendur, ráðgjafar og sjálfbærniteymi þurfa að hafa hugfast vilji þeir láta til sín taka á þessu sviði. Við förum vítt og breitt yfir starfsemi félagsins og fáum fjölbreyttar hugmyndir að umbótum og nýjungum, svosem nýsköpunarkeppni Samkaupa og námsáherslur, áhrif á nærsamfélagið, um matarsóun og lífrænt grænmeti og margt fleira!

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.