Vellíðan í vaktavinnu - Bára Hildur Jóhannsdóttir og Berglind Helgadóttir
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Mannauðssvið Landspítala hefur núna ræst verkefnið "Vellíðan í vaktavinnu". Markmið þess er að bæta vinnuskipulag og niðurröðun vakta, styrkja gæði vaktaáætlana og auka vitund starfsfólks um þætti, sem dregið geta úr vinnutengdu álagi og eflt heilsu og vellíðan. Inn í fræðsluna koma atriði á borð við næring, hreyfing, svefn og lífsstíll almennt. Jafnframt verður kennt að gera betri vaktaáætlanir. Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru Hafnfirðingurinn Bára Hildur Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá mannauðssviði og Kópavogsbúinn Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari hjá sama sviði. Fræðsluvefur um "Vellíðan í vaktavinnu" er hérna: https://www.landspitali.is/um-landspitala/fyrir-starfsfolk/vellidan-i-vaktavinnu/ Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Báru og Berglind. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunni Spotify og hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að tengingu við Apple iTunes.