UMBÓTAVARPIÐ // María Barbara sjúkraþjálfari, Bryndís hjúkrunarfræðingur og Sólrún Björk lungnalæknir
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí til að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Þriðji þáttur Umbótavarpsins fjallar um tvö umbótaverkefni. María Barbara Árnadóttir sjúkraþjálfari segir frá umbótaverkefni í hjartaendurhæfingu og þær Bryndís Halldórsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og Sólrún Björk Rúnarsdóttir lungnalæknir ræða heimaöndunarvélateymi.