UMBÓTAVARPIÐ // Auður Ketilsdóttir, Berglind Ósk Birgisdóttir og Brynja Ingadóttir
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí undir yfirskriftinni "Byggjum brýr". Markmiðið er að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Af þessu tilefni ýttum við úr vör sérstakri þáttasyrpu undir yfirskriftinni "Umbótavarpið". Þessi fyrsti þáttur Umbótavarpsins fjallar um þrjú umbótaverkefni. Auður Ketilsdóttir greinir frá átaki í fræðslu til sjúklinga og starfsfólks, Berglind Ósk Birgisdóttir fjallar um endurhæfingu á meðferðardeildum og Brynja Ingadóttir segir frá Miðstöð sjúklingafræðslu. SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-01