Tómas Þór: Framhaldsmenntun, sykursýki, neikvæðni og skrautfiskar
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Tómas Þór Ágústsson er sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum og formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Tómas Þór ræðir hér sérgrein sína og verkefnin hjá ráðinu, ásamt því að velta vöngum yfir neikvæðri umræðu um framúrskarandi heilbrigðiskerfi og Landspítala, sem hann segir frábæran vinnustað. Að endingu segir hann frá ástríðu sinni: skrautfiskaræktun. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Tómas Þór. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.