Samskiptasáttmáli Landspítala - Ásta Bjarnadóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Mannauðssvið Landspítala hefur undanfarin misseri unnið hörðum höndum að innleiðingu samskiptasáttmála, sem 700 starfsmenn spítalans þróuðu á 50 vinnufundum. Tilgangur sáttmálans er að efla samvinnu og styrkja virðingu og öryggi í samskiptum og þjónustu innan spítalans. Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs og Hulda Dóra Styrmisdóttir verkefnastjóri hjá sviðinu segja hér frá innleiðingunni og stilla sér inn á sviðið með því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Ástu og Huldu Dóru. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Vefsvæði samskiptasáttmálans með ítarlegu efni, bæklingum og veggspjöldum er að finna hérna: http://www.landspitali.is/samskiptasattmali