Ósk Sigurðardóttir: Verkefnastjóri og iðjuþjálfi sem leggur stund á nám við Oxford og þróar aðgengisapp í frístundum

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Ósk Sigurðardóttir er verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala, sem hefur verið drifkrafturinn í umbótavegferð Landspítala undanfarin ár og byggir að miklu leyti á straumlínustjórnun (lean). Ósk hefur átt langan og farsælan feril á Landspítala, fyrst sem iðþjuþjálfi en síðustu árin sem verkefnastjóri. Hún státar nú þegar af nokkrum háskólagráðum og vinnur í augnablikinu að einni til viðbótar við Oxford-háskóla. Samhliða rekur Ósk lítið hugbúnaðarfyrirtæki í hjáverkum og þróar þar app eða smáforrit sem heitir TravAble og skráir aðgengi um víða veröld; appið er nú þegar með notendur í 33 löndum. Ef Ósk gæti eflt einn þátt í starfsemi Landspítala, þá myndi hún hlúa sérstaklega að þróun innan spítalans hjá sérstöku nýsköpunarsetri. Ósk fer hér í stuttu máli yfir tilþrifamikinn feril í menntun og starfi -- og segir okkur í leiðinni smávegis frá sjálfri sér.