Óráð - Elfa Þöll Grétarsdóttir og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Miðvikudagurinn 13. mars var alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um óráð (#wdad) og var hann haldinn hátíðlegur á Landspítala með metnaðarfullu [**málþingi**][1] um heilkennið. Þingið var í beinni útsendingu á samskiptamiðlinum Workplace og var þar meðal annars frumsýnt nýtt [**vefsvæði**][2] um óráð: https://www.landspitali.is/orad Viðmælendur hlaðvarps Landspítala af þessu tilefni eru þær **Elfa Þöll Grétarsdóttir** sérfræðingur í hjúkrun aldraðra og **Steinunn Arna Þorsteinsdóttir** sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga, en þær tilheyra óformlegu óráðsteymi á Landspítala og hafa mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu. Óráð (bráðarugl, *delirum*) er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur. Nýja vefsvæðið inniheldur meðal annars klínískar leiðbeiningar og fjölbreyttar upplýsingar um meðferðarferli, orsakir og áhættuþætti. Einnig er þar að finna fræðslu um skimun og greiningu og meðferð við óráði. Sömuleiðis gagnlega tengla, tímaritsgreinar, veggspjöld og myndskeið. [1]: https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Skrar-fyrir-vidburdi/Auglysingar/2019/M%C3%A1l%C3%BEing%20%C3%A1%20al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0legum%20%C3%B3r%C3%A1%C3%B0sdegi_Email.pdf [2]: https://www.landspitali.is/orad