Ólafur Guðlaugsson yfirlæknir sýkingavarnadeildar: Undirbúningur og starfsemi Landspítala í COVID-19-faraldrinum

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Ólafur Guðlaugsson hefur verið yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala frá árinu 2003 og samhliða gegnt stöðu við smitsjúkdómadeild spítalans. Deildirnar spiluðu ótvíræða lykilrullu í undirbúningi, viðbrögðum og starfsemi spítalans í COVID-19-faraldrinum. Ólafur sérmenntaði sig vestanhafs í því fagi og krækti sér þá að auki í meistaragráðu í lýðheilsufræðum. Hann er gestur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir.