Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar: COVID-19 faraldurinn og víðtæk áhrif hans á starfsemi Landspítala

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi, vibrögðum og starfsemi Landspítala kringum COVID19-faraldurinn. Hér ræðir Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir við Má, ásamt Stefáni Hrafni Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar. Tæpt er á bakgrunni beggja læknanna, en áherslan er þó á Má sem á einstaklega fjölbreyttan og farsælan feril að baki, bæði sem læknir og stjórnandi í faginu. Már hugsar með sérstöku þakklæti til mikilvægra mótunarára á Fáskrúðsfirði þar sem hann starfaði um tveggja ára skeið sem nýútskrifaður læknir. Farið er yfir helstu ráðstafnir og verkefni á Landspítala vegna faraldursins og vöngum velt yfir einkennum veirunnar, lyfjaþróun og samfélagslegum áhrifum. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.