Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Hulda Steingrímsdóttir stiklar á stóru í tímalínu umhverfismála á Landspítala og fer yfir stærstu verkefnin framundan. Veltir einnig vöngum yfir stöðunni í þessum mikilvæga málaflokki. Hulda nefnir í framhjáhlaupi að sálfræði, hegðun og atferlismótun séu spennandi þættir við umhverfisstjórnun í dag. Einnig er spjallað stuttlega um svokallaðan "loftslagskvíða" og óumflýjanlegt samviskubit hins ókolefnisjafnaða nútímamanns.