Hanna Kristín Guðjónsdóttir: Hjúkrunarfræðingur og eðalnörd - Alin upp á fjöllum, en er með annan fótinn í Amsterdam í seinni tíð

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Hanna Kristín Guðjónsdóttir er fædd í Kópavogi og alin upp í Reykjavík, en þó ekki síður inni á hálendinu þar sem hún eyddi drjúgum hluta frumbernskunnar. Hanna Kristín er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir með meistaragráðu í gagnagreiningu og upplýsingatækni. Hún er verkefnastjóri hjá Landspítala í dag, annars vegar í gæðadeild og hins vegar í heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT).