GEÐVARPIÐ // Samskipti: Helga Sif Friðjónsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræða í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Í þessum fyrsta þætti fær Helga Sif til liðs við sig Sigurveigu Sigurjónsdóttur Mýrdal deildarstjóra á BUGL og Halldóru Friðgerði Víðisdóttur deildarstjóra á Laugarási sem leiðir samtalið í þessum þætti.