GEÐVARPIÐ // Gísli Kort Kristófersson spjallar við Helgu Sif um ástarsamband hans við hjúkrun
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum þriðja þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn dr. Gísla Kort Kristófersson, sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Helga Sif og Gísli Kort ræða bakgrunn hans, velta vöngum yfir stöðu geðhjúkrunar í samfélaginu og fara yfir helstu verkefni hans í dag.