Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur og Máney Sveinsdóttir náttúrufræðingur: Starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítala á tímum COVID-19

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur og Máney Sveinsdóttir náttúrufræðingur eru gestir Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Freyja og Máney starfa báðar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Mikið hefur mætt á veirufræðihluta deildarinnar í COVID-19 faraldrinum og vinnudagarnir lengst með margföldu álagi við greiningar á sýnum vegna COVID-19. Starfsfólki var fjölgað í faraldrinum og mönnun við greiningarvinnu styrkt, ásamt því sem tækjabúnaður var bættur. Freyja og Máney segja okkur hér frá vinnunni á deildinni í faraldrinum, ásamt því að greina frá bakgrunni sínum og starfsferli.