Dagáll læknanemans: Tómas Þór Ágústsson - Sykursýki 2

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Tómas Þór Ágústsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum ræðir Sykursýki 2. Hver er munurinn á sykursýki týpu 1 og 2 og hvaða fylgikvilla hefur sykursýkin í för með sér? Hver eru markmið meðferðar? Hvernig er best að haga meðferð til þess að ná sem mestum árangri? Þá fræðir Tómas okkur um sérnám á Landspítala og hvernig hægt er að bera kennsl á Diskusfiska í hópi gullfiska. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.