Dagáll læknanemans: Hrönn Harðardóttir og Signý Vala Sveinsdóttir - Blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdómur

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Hrönn Harðardóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, og Signý Vala Sveinsdóttir, sérfræðingur í blóðlækningum, ræða blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdóm í þætti vikunnar. Kynnt eru til leiks ýmis tól sem geta aðstoðað við greiningu og meðferð. Hvenær á að taka d-dímer, hvernig högum við blóðþynningu og hvenær á að beita segaleysingu? Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.