Dagáll læknanemans: Guðrún Dóra Bjarnadóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir - Óráð
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðingur í geðlækningum og Anna Kristín Gunnarsdóttir sérnámslæknir í geðlækningum ræða óráð. Af hverju lendir fólk í óráði og hvernig á að bregðast við? Farið er gegnum helstu birtingarmyndir óráðs og einkenni. Hverju leitum við eftir við sögu og skoðun og hvað er fólgið í góðri geðskoðun? Einnig kynnum við til leiks ýmsa matslista sem geta aðstoðað við mat og greiningu. Þá ræðum við ítarlega orsakir óráðs og viðeigandi rannsóknir. Loks er farið yfir gildi fyrirbyggjandi meðferðar og mikilvægi þess að bregðast hratt og rétt við þegar einstaklingur fer í óráð. Til frekari glöggvunar má nálgast góðar upplýsingar á vef Landspítala. https://www.landspitali.is/orad