Dagáll læknanemans: Gunnar Guðmundsson - Langvinn lungnateppa
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti ræðir Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lungnalækningum, um langvinna lungnateppu. Hvernig á að meðhöndla versnanir? Hvenær á að taka blóðgös? Gunnar fer einnig yfir langtímameðferð langvinnrar lungnateppu og hvaða þættir draga úr framgangi sjúkdómsins. Í lokin eru fylgivkillar langvinnrar lungnateppu og horfur ræddar.