DAGÁLL LÆKNANEMANS // Davíð O. Arnar og Páll Torfi Önundarson: Blóðþynning
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um blóðþynningu og viðmælendur eru Davíð O. Arnar sérfræðingur í hjartalyflækningum og Páll Torfi Önundarson sérfræðingur í blóðlækningum. Ræddir eru kostir og gallar blóðþynningar með nýju lyfjunum (DOAC) í samanburði við warfarín. Þessi þáttur er annar í röðinni af þremur sem unnir eru í samstarfi við læknadeild Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum, heldur utan um verkefnið.