Dagáll læknanemans: Berglind Bergmann og Gerður Gröndal - Tilfellamiðuð gigt
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti koma í heimsókn þær Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Gerður Gröndal sérfræðingur í gigtarlækningum og leysa tilfelli. Í tilfellinu er komið víða við, meðal annars í sögutöku í gigtarsjúkdómum, kerfakönnun sjálfsónæmissjúkdóma og mynstri liðbólga. Einnig er góð umfjöllun um gigtarprufur, hvað á að panta og hvað segja þær okkur? Hlustaðu til enda til fá greininguna!