Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Að þessu sinni er talað við Albert Sigurðsson sérnámslækni um blóðlækningar, meðal annars blóðleysi, ástæður þess og mismunagreiningar. Einnig er spurt: Hvernig nýtist MCV? Hvað eru netfrumur? Hvort er vandamálið í mergnum eða í blóðinu sjálfu og hvenær á að taka blóðstrok? Albert ræðir jafnframt tónlistarferil sinn á tímum Covid-109. Allt þetta og margt fleira í þætti vikunnar.