Brautryðjendur í hjúkrun: Sigríður Gunnarsdóttir

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Vika hjúkrunar er haldin árlega á Landspítala kringum 12. maí, fæðingardag Florence Nightingale (1820) og alþjóðlegan dag hjúkrunarfræðinga. Að þessu sinni var hún haldin 11.-15. maí. Í tilefni af Viku hjúkrunar ræstum við hlaðvarpssyrpuna "Brautryðjendur í hjúkrun" og annar viðmælandinn þar er Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Gestastjórnandi er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jónsdóttir, sem er formaður hjúkrunarráðs Landspítala. Sigríður segir í hlaðvarpinu frá sjálfri sér, starfsferlinum og verkefnum sínum í dag.