BRAUTRYÐJENDUR Í HJÚKRUN // Jakobína Rut Daníelsdóttir í heimsókn hjá Mörtu Jóns Hjördísardóttur
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Sjúkraliðinn Jakobína Rut Daníelsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttasyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni, en þátturinn er tekinn upp í tilefni af Viku hjúkrunar. Jakobína Rut á að baki stórmerkan áratugaferil sem sjúkraliði og í hjúkrun, hefur unnið ötullega að langskólagöngu sinni og gegnir lykilhlutverki í réttindabaráttu og félagsmálum sjúkraliða. Í tilefni af afmælisdegi upphafskonu nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, hinn 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Vika hjúkrunar á Landspítala 2021 er lituð af samkomutakmörkunum og álagi heimsfaraldurs Covid-19 og er dagskrá hennar því að mestu bundin við stafræna umfjöllun um hjúkrun og viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á spítalanum.