Brautryðjendur í hjúkrun: Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.