Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Ásgeir Valur Snorrason er gestur Mörtu Jónsdóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Ásgeir Valur er fæddur í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í Kópavogi. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, lauk námi í svæfingahjúkrun 1990 og meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri 2002. Ásgeir Valur hefur áratugum saman unnið að kennslu og verið frumkvöðull á faginu á ýmsum sviðum, leiðbeint í herminámi frá 2008 og kennt bæði endurlífgun og svæfingahjúkrun. Ásgeir Valur hefur starfað við svæfingahjúkrun í þrjá áratugi hjá Landspítala og forverum hans. SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-03