Brautryðjendur í hjúkrun: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Vika hjúkrunar er haldin árlega á Landspítala kringum 12. maí, fæðingardag Florence Nightingale (1820) og alþjóðlegan dag hjúkrunarfræðinga. Að þessu sinni er vikan haldin 11.-15. maí. Í tilefni af Viku hjúkrunar ræsum við hérna hlaðvarpssyrpuna "Brautryðjendur í hjúkrun" og fyrsti viðmælandinn er Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmyndari sem á ótrúlega fjölbreyttan feril að baki í mörgum löndum (Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Eþíópíu), en hún hefur meðal annars sérhæft sig í verkjameðferð. Gestastjórnendur eru hjúkrunarfræðingarnir Marta Jónsdóttir formaður hjúkrunarráðs Landspítala og Dagrún Ása Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri bæklunarskurðdeildar B5.