Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í smitsjúkdómahjúkrun: Hjúkrun og verkefni hjúkrunarfræðinga á smitsjúkdómadeild á tímum COVID-19
Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Berglind Guðrún Chu er sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma. Hún veitir hér hlustendum Hlaðvarps Landspítala innsýn í starfsemi A7 smitsjúkdómadeildar á tímum COVID-19. Það er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir sem ræðir við Berglindi, ásamt Stefáni Hrafni Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar. Farið er yfir helstu ráðstafnir og verkefni smitsjúkdómadeildar og vöngum velt yfir hjúkrun á þessum viðsjárverðu tímum. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.