Bára og Berglind : Vinnuvernd, móttökumiðstöð og önnur risaverkefni hjá mannauðssviði Landspítala á haustönn 2019

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Stærstu verkefni mannauðssviðs Landspítala á haustönn 2019 lúta að október sem mánuði vinnuverndar, jafnlaunavottun, samskiptasáttmála, viðverustefna, vellíðan í vaktavinnu og stofnun miðlægrar móttökustöðvar í Skaftahlíð fyrir nýtt starfsfólk Landspítala, en sú tala nemur um 1.500 manns ár hvert á þessum vinnustað 6.000 manna. Einnig er núna hugað sérstaklega að þjálfun starfsfólks af erlendu bergi brotnu. Stefnukönnun, stjórnendamat, aðhaldsaðgerðir, stjórnendaþjálfun, átök á vinnumarkaði og skipuritsbreytingar eru sömuleiðis á dagskrá. Að ógleymdri inflúensunni. Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru Bára Hildur Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá mannauðssviði og Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá sama sviði. Bára Hildur og Berglind fara hérna yfir þessi risavöxnu verkefni. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við þær stöllur. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.