Arabella Samúelsdóttir og Árný Ósk Árnadóttir: Tónlistin, blakið, fjölskyldan og og nýja móttökumiðstöðin fyrir starfsfólk Landspítala

Landspítali hlaðvarp - Ein Podcast von Stefán Hrafn Hagalín

Gestir hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru þær Arabella Samúelsdóttir og Árný Ósk Árnadóttir. Tónlistarkonan Bella er úr Bökkunum, en blakarinn Árný er frá Ólafsfirði. Báðar eru verkefnastjórar hjá skrifstofu mannauðsmála og menntaðar í sálfræði með framhaldsnám í mannauðsstjórnun. Umræðuefnin eru bakgrunnur þeirra, helstu verkefni á Landspítala og splunkuný móttökumiðstöð fyrir nýtt starfsfólk spítalans, en um 1.500 manns hefja störf árlega á þessum 6.000 manna vinnustað. Föstudaginn 1. nóvember var sem sagt opnuð móttökumiðstöð fyrir nýtt starfsfólk Landspítala og er hún til að húsa að Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Markmiðið með móttökumiðstöðinni er meðal annars að safna á einn stað miðlægri þjónustu við nýtt starfsfólk, þannig að það mæti á sínar einingar betur undirbúið til starfa en áður hefur verið. Í móttökumiðstöðinni verða ýmis praktísk mál afgreidd, svo sem myndataka, auðkenniskort og aðgangsmál, ásamt aðalatriðum sem varða upplýsingatækni og helstu kerfi, auk þess sem starfsmenn hitta starfsmannahjúkrunarfræðinga sem fara yfir bólusetningar og meta þörf fyrir frekari skimun, fá almenna nýliðafræðslu og skoða fjölmörg myndskeið um starfsemina. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Arabellu og Árnýju Ósk. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum og samfélagsmiðlum spítalans, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.