#5 - Star Wars

Grínistinn Eggert og kvikmyndagerðamaðurinn Dagur fara í djúpar umræður um allt sem tengist Star Wars. Hvenær þeir urðu varir við þennan fantasíuheim fyrst. Allt það jákvæða og neikvæða við Star Wars. Hvar innblásturinn kemur við gerð þessara kvikmynda og hvaða áhrif Star Wars hafði á líf þeirra. Eggert heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland. https://www.facebook.com/Comedyiniceland Á Comedy in Iceland getið þið einnig fengið allar upplýsingar um allar uppákomur sem tengjast gríni hér á Íslandi. Þið getið nálgast stuttmyndina Hunted sem Dagur minntist á hér. https://youtu.be/8By3HyhnSV4

Om Podcasten

Grínistinn Eggert og kvikmyndagerðamaðurinn Dagur bjóða þér í fróðlegt spjall yfir góðum kaffibolla. Í hverjum þætti er kafað ofan í málefni líðandi stundar, poppmenningu og ýmislegt annað sem er að gerast í samfélaginu. Vertu með í umhugsunarverðum og skemmtilegum samtölum hvort sem þú hefur áhuga á samtímanum eða vilt fara dýpra í eldri mál sem hafa mótað heiminn. Ertu að leita að einstakri og fyndinni upplifun? Eggert Smári er kjörin veislustjóri og uppistandari ef þú vilt breyta hvaða tilefni sem er í almennilegt partí. Hringdu í síma 659-4674 eða sendu skilaboð á [email protected] "if you wanna light up the funeral, book me."