#1 - Steranotkun
Komdu í kaffi - Ein Podcast von Dagur Jóhannsson, Eggert Smári Sigurðsson - Mittwochs
Kategorien:
Við stjórnendur þáttarinns erum ekki með faglega menntun til að geta ráðlagt eða mælt með anabóliskum sterum eða sambærilegum efnum. Tilgangur þáttarins er eingöngu til að miðla okkar skoðun á afkastaaukandiefnum í íþróttum og líkamsrækt, hverjar eru hvatirnar á bakvið notkun slíkra efna og hverjar eru hætturnar. "Það er ekki hægt að taka anabólíska stera án þess að fá aukaverkanir sem eru meðal annars þunglyndi, kvíði, depurð, svefntruflanir og í versta falli sjálfsvígshugleiðingar af vanlíðan. Inntaka á sterum getur einnig haft áhrif á líffæri og líkamsstarfsemi eins og hjartaáfalli, krabbameini og heilablóðfalli. Ástæðan fyrir því að þetta er hættulegt er sú að líkaminn framleiðir hormón eftir þörfum og þetta auka eintak af hormónum riðlar þessu kerfi. Ef það koma aukahormón þá slekkur líkaminn á framleiðslunni af því að hann skynjar að það sé komið of mikið magn. Svo hættir maður kannski að taka testósterónið og þá er engin framleiðsla í gangi.“ - Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Viðtal, Útvarp 101, 3. Júlí, 2019)