#210 – Endurnýjuð heit í hagkvæmnishjónabandi ríkisstjórnarinnar – Flókin staða í hagkerfinu næstu mánuði

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um skipun nýrrar ríkisstjórnar, hvort líklegt sé að hún nái að leysa þann ágreining sem ríkt hefur, hvaða aðrir möguleikar voru í boði, hvort að VG reyni að sprengja ríkisstjórnina síðar á árinu og hvort að gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Svandísi Svavarsdóttur hafi verið innantóm. Þá er rætt um stöðu Alvotech sem hefur valdið óróa á markaði, aukna bindiskyldu bankanna sem mun fela í sér kostnað fyrir viðskiptavini þeirra, brotthvarf aðstoðarseðlabankastjóra, stöðuna í hagkerfinu og margt fleira.

Om Podcasten

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.