HM í frjálsíþróttum - Sigurbjörn Árni fer yfir líklega hápunkta á HM
Íþróttavarp RÚV - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst í Búdapest á laugardaginn. Við tókum hús á Sigurbirni Árna Arngrímssyni á Laugum í Reykjadal. Sigurbjörn mun af sinni alkunnu snilld lýsa HM í frjálsíþróttum. Spurningin er hins vegar hvort hann verði búinn að finna símann sinn fyrir mótið. Ísland á þrjá keppendur á HM, sleggjukastarann Hilmar Örn Jónsson, kringlukastarann Guðna Val Guðnason og kúluvarparann Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur. Rætt er líka við þau í þessum þætti en Sigurbjörn Árni fer svo ítarlega yfir líklega hápunkta mótsins í þættinum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson