#17 - Horft inn í áratuginn - Hjálmar Gíslason og Jökull Sólberg
Kategorien:
Jæja þá er komið að því. Þessi þáttur er svokölluð áramótabomba. Einn og hálfur klukkutími af áþreifanlegri framtíðarumræðu sem galopnaði augun mín fyrir tækifærum áratugarins sem er að renna í garð. Við fórum út um víðan völl og reyndum að átta okkur á samspili tækni og samfélagslegra þátta. Rætt var um orkuskiptin, byltingu í framleiðslu matvæla, uppstokkun fjármálamarkaða, mun á hugsunarhætti kynslóða, tækifæri í auknu siðfræði og hvernig gervigreindin og internetið heldur áfram að teygja anga sína í aðra geira. Ég fékk tvo flotta einstaklinga til að spá með mér í áratuginn. Við byrjum að heyra frá honum Hjálmari Gíslasyni sem er betur þekktur sem Hjalli og síðan kemur Jökull Sólberg sterkur inn um miðjan þátt með innlegg um samfélagslegar breytingar og samgöngur. Hjalli dregur þetta svo allt saman í lokin af einskærri snilld. Hann Hallur hefur verið virkur í tækni og frumkvöðlasenunni á Íslandi. Hann er nún að vinna að sínu fimmta fyrirtæki sem ber heitið Grid og er að draga fram gögn á betri hátt með hjálp töflureikna. Hjálmar er stærsti eigandi og stjórnarformaður Kjarnans og hefur jafnframt gefið út tæknispá á hverju ári á sama miðli. Þessi spá hittir ítrekað naglann á höfuðið og því var tilvalið að fá Hjalla í þáttinn og reyna að ná utan um komandi áratug.