„Allir Reykvíkingar geti komist í öruggt húsnæði“
Hlaðvarp Heimildarinnar - Ein Podcast von Heimildin
Oddvitar þeirra ellefu framboðslista sem verða á kjörseðlinum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 14. maí sitja fyrir svörum og skýra út stefnumálin í hlaðvarpi Kjarnans. Með orðum oddvitanna eru viðtalsþættir þar sem efsti frambjóðandi hvers lista er tekinn tali. Í þættinum er rætt við Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna í Reykjavík. Spyrill er Eyrún Magnúsdóttir.
