Sumar-Heimskviður / Sprengjuárás í Madrid og Baby Reindeer

Heimskviður - Ein Podcast von RÚV - Samstags

Í mars voru 20 ár liðin frá mannskæðasta hryðjuverki í Evrópu á þessari öld. Þá voru sprengdar 10 sprengjur í og við Atocha-lestarstöðina í miðborg Madrid, höfuðborgar Spánar. Þessa ódæðis var minnst á Spáni fyrr á þessu ári en atburðurinn markaði djúp sár í spænska þjóðarsál og hafði einnig gríðarleg áhrif á spænsk stjórnmál vegna atburðarásarinnar í kjölfar hryðjuverksins. Jóhann Hlíðar Harðarson rifjaði upp söguna með okkur. Einir vinsælustu sjónvarpsþættir ársins hér á landi eru án efa Netflix þáttaröðin Baby Reindeer. Ólöf Ragnarsdóttir kynnti sér sögu þáttanna og vinsældirnar í Heimskviðum í maí, en þættirnir byggja á sannri sögu eins og flest vita.