186 - Kosningabaráttan í Bandaríkjunum, Hæstiréttur og dómsmál Trumps
Heimskviður - Ein Podcast von RÚV - Samstags
Kategorien:
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er í fullum gangi en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta þriðjudaginn 5.nóvember. Nýr verður hann nú reyndar ekki, því þeir tveir sem til greina koma, eins og velflestir vita, heita Donald Trump og Joe Biden. Þetta er í fyrsta sinn í næstum sjötíu ár síðan sömu nöfnin eru á kjörseðlinum tvennar kosningar í röð. Trump var í vikunni sakfelldur í einu af fjórum dómsmálum sem höfðuð voru gegn honum. Ekkert þessara mála er þó talið ógna því að Trump geti orðið forseti, sama hvernig þau fara. Í síðari hluta þáttarins ætlum við að huga að hæstarétti Bandaríkjanna, þessu valdamikla bákni sem reglulega er í fréttum. Hvað er framundan hjá dómstólnum, hvernig er hann mannaður og hvernig hann hefur í gegnum tíðina sveiflast svolítið með og stundum svolítið á móti straumnum og stjórnmálunum og ráðandi öflum hverju sinni. Við skoðum líka sögu réttararins og hvernig hann hefur breyst í tímans rás og hvernig vald þessa dómstóls hefur aukist upp á síðkastið. Þá hafa stjórnmálamenn lagt meiri og meiri áherslu á að koma sínu fólki fyrir í Hæstarétti og flestar ef ekki allar skipanir í réttinn síðustu ár hafa verið mjög umdeildar og eru orðnar eitt helsta þrætueplið í bandarískum stjórnmálum. Við ræðum við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, og Adam Liptak, sem er blaðamaður New York Times og á ekki von á því að dómsmálin dragi mikið úr fylgi Trumps fyrir forsetakosningarnar, en gætu vel gert það, sérstaklega ef hann verði sakfelldur í fleiri en einu máli.