153| Heimsreisa án flugvéla og tíð valdarán í Afríku
Heimskviður - Ein Podcast von RÚV - Samstags
Kategorien:
?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum. Á síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.