Af 214 ára færeyskri peysu og sjóráni breska flotans
Heimsglugginn - Ein Podcast von RÚV - Donnerstags
Kategorien:
Spjall Þórunnar Elísabetar Bogadóttur og Eyrúnar Magnúsdóttur við Boga Ágústsson hófst á sagnfræðilegum nótum. Fyrir nokkrum dögum var opnuð póstsending í þjóðskjalasafni Breta 214 árum eftir að pósturinn var sendur frá Færeyjum til Kaupmannahafnar. Pósturinn komst ekki alla leið því Anne-Marie, skipið sem flutti póstinn, var hertekið af breska flotanum. Farmur Anne-Marie hefur líklega verið boðinn upp og áhöfn herskipsins fengið andvirðið en póstsendingin var eftir í Lundúnum. Þegar pósturinn var lok opnaður kom í ljós handprjónuð peysa sem var stíluð á viðtakanda í Kaupmannahöfn, ýmislegt annað var í póstinum þar á meðal seðlar og mynt. Kosið verður í Portúgal um helgina og Bogi ræddi við Einar Loga Vignisson um stjórnmálastöðuna í landinu. Að lokum ræddi Bogi andstöðu margra í Austur-Evrópu við að Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, verði næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.