Vopnkaup SAF, samfélagsmiðlar og fjölmiðlar

Hádegið - Ein Podcast von RÚV

Við byrjum í Mið-Austurlöndum. Á dögunum fjallaði Katrín hér í Hádeginu um að vopnasala blómstri í miðjum heimsfaraldri. Covid-19 fær víst ekki stöðvað hildarleiki og stríðsherrar jafnt sem ríkisstjórnir víða um heim versla vopn sem aldrei fyrr. En, þrátt fyrir það virðist nú sem risavaxinn vopnasölusamningur Bandaríkjastjórnar við Sameinuðu-arabísku furstadæmin vera runninn út í sandinn, í bili. Persaflóaríkin hafa vígbúist hratt síðustu misseri og mannréttindasamtök gagnrýna vesturveldin fyrir að hagnast á vígbúnaðarkapphlaupin, meðal annars með skelfilegum afleiðingum fyrir almenna borgara í Jemen þar sem sprengjunum rignir. Það eru þó ekki mannréttindasjónarmið heldur efnahagslegar deilur Bandaríkjastjórnar við Frakka og Kínverja sem sem hafa sett vopnakaupin í uppnám. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, segir okkur meira. Í fyrsta sinn frá því 1935 þótti nóbelsverðlaunanefndinni tilefni í ár til að tileinka fjölmiðlun og fjölmiðlamönnum friðarverðlaun Nóbels. Þeirri stétt sem stendur vörð um tjáningarfrelsið og lýðræðið, eins og formaður nefndarinnar orðaði það. Vinningshafarnir tveir - blaðamennirnir María Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðu mála við verðlaunaafhendinguna - áhyggjum tengdum samfélagsmiðlum - viðamiklu valdi þeirra og yfirburðarstöðu. Við fjöllum um stöðu samfélagsmiðla og fjölmiðlunar í seinni hluta þáttarins og ræðum við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar um upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku, Facebook, Twitter og allt þetta Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur..