Svissskjölin og Úkraínudeilan
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Gríðarstór gagnaleki Credit Suisse, eins stærsta banka Sviss, varpar ljósi á varhugaverða viðskiptahætti bankans og viðskiptamanna hans, sem meðal annars eru glæpamenn, svikahrappar og spillt stjórnmálamenn og jafnvel kirkjunnar menn. Við fjöllum um málið í fyrri hluta þáttarins. Spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu er enn mikil og sérfræðingar og stjórnmálaskýrendur búast enn við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefji innrás inn í Úkraínu á næstu dögum. En svona hefur tónninn verið síðustu daga og vikur, og því enn útlit að hægt verði að afstýra innrás nái Pútín og leiðtogar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu, að setjast að samningaborðinu. Vlodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi í austurhéruðum landsins, en þar hefur minni árásum fjölgað undanfarna daga. Þá hafa Pútín og Joe Biden, Bandaríkjaforseti, samþykkt að hittast í eigin persónu á næstu dögum og ræða mögulegar lausnir. Það gerist þó aðeins að því gefnu að Rússar ráðist ekki inn í Úkraínu fyrst. Við skoðum hvað hefur gerst síðustu daga - og hvað gæti gerst næstu daga - í Úkraínudeilunni í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.