Rússneski herinn á leið inn í Úkraínu og vendingar í Epstein-málinu
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Rússneskt herlið hefur hafið innreið sína inn í austurhluta Úkraínu, að beiðni Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Svo vikum skiptir hefur innrás Rússa inn í Úkraínu legið í loftinu, en rússneskir hermenn halda nú inn á Donbass svæðið í austurhluta landsins. Pútín tilkynnti þetta aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann viðurkenndi sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Lúhansk og Donetsk. Pútín lítur því ekki svo á að hann sé að ráðast inn í Úkraínu - heldur aðeins koma stjórnvöldum í Lúhansk og Donetsk til aðstoðar. Forsætisráðherra Bretlands sagði í morgun að Pútín hafi allsherjar innrás inn í Úkraínu í huga. Þá munu Bandaríkin og Evrópusambandið ákveða efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússum síðar í dag. Olof Scholz, kanslari Þýskalands, hefur þegar gefið út að gasleiðslunni Nordstream 2 - sem ferjar gas frá Rússlandi til Þýskalands í gegnum Eystrasaltið, verði ekki opnuð í bráð - eins og til stóð. Hlutirnir gerast hratt á Donbass svæðinu og Evrópa leikur á reiðiskjálfi vegna tíðinda næturinnar. Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, verður gestur Hádegisins í síðari hluta þáttarins. Í fyrri hluta þáttarins kannar Katrín Ásmundsdóttir nýjar vendingar í máli níðingsins Jeffreys Epstein og þeirra sem honum tengjast. Atburðir síðustu daga gefa von um að það styttist í málalok í þeirri lönguvitleysu sem allt í kringum auðkýfinginn er. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.