Rittenhouse sýknaður og allt um undirbúningsnefnd kjörbréfa

Hádegið - Ein Podcast von RÚV

Í síðustu viku lauk réttarhöldum yfir átján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem í ágúst í fyrra skaut til bana tvo mótmælendur og særði einn alvarlega í mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttahatri í bænum Kenosha í Wiskonsinsríki. Rittenhouse var sautján ára þegar atvikið átti sér stað. Hann og verjendur hans héldu því fram að hann hefði skotið mennina í sjálfsvörn og undir það tók kviðdómur í Kenosha einróma. Niðurstaðan er umdeild og segir varaforseti Bandaríkjanna ljóst að að enn sé langt í að dómskerfið verði réttlátt. Undirbúningskjörbréfanefnd fundar enn stíft en niðurstaða nefndarinnar verður lögð fram á morgun þegar Alþingi verður sett. Gert er ráð fyrir að kosið verði um að kjósa aftur í Norðvesturkjördæmi eða að önnur talning haldi gildi sínu en kjörbréf hafa verið gefin út í samræmi við hana. Hvert er hlutverk þessarar nefndar og hvað munu niðurstöður hennar þýða? Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, situr fyrir svörum í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.