Listamannalaun og fyrsti leikur Íslands á EM
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Á hverju ári, um það leyti sem við komumst að niðurstöðu um áramótaskaupið tilkynnir Alþingi hvaða listamenn fá hin svokölluðu listamannalaun. Fréttir um þessa ráðstöfun vekja alltaf mikla athygli og í kommentakerfunum er tekist á; af hverju fékk þessi laun en ekki hinn? Af hverju fékk þessi aftur og hinn ekki meira? Og svo lífseigasta spurningin: Af hverju listamannalaun? En hvað eru listamannalaun, hversu há eru þau og hvaða hópar listamanna fá þau í vasann? Eru listamannalaun búin að vera til lengi og höfum við alltaf rifist um þau? Við skulum skoða málið í örskýringu vikunnar og það skal tekið fram að vinna við þessa örskýringu var alfarið fjármögnuð af skattgreiðendum. Í örskýringu vikunnar með Atla Fannar Bjarkasyni köfum við ofan í kjölinn á listamannlaunum. Í síðari hluta þáttarins sláum við á þráðinn til Einars Arnar Jónssonar íþróttafréttamanns, sem er staddur í Búdapest í Ungverjalandi. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á Evrópumótinu í dag. Leikið er í Ungverjalandi og Slóvakíu og mæta strákarnir okkar kollegum sínum frá Portúgal. Leikurinn hefst 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV og þá hefst EM stofan klukkan 19:15. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.